Skilmálar Zenon ehf. – AK Dreifing er sem hér segirS

Zenon ehf. á og rekur AK Dreifingu, deild sem sér um heildsölu og dreifingu á ýmsum varning fyrir fyrirtæki, verslanir, lagera, skrifstofur og fl.

Við hjá Zenon ehf. ásetjum okkur það markmið að veita viðskiptavinum okkar persónulega og góða þjónustu á sama tíma og við berjumst fyrir því að álagning á vörum sé í algjöru lámarki til þess að bjóða uppá samkeppnishæf verð við erlendan markað á sama tíma og við bjóðum uppá gæða vörur.
Hér koma upplýsingar um þá skilmála sem fyrirtækið og deildin gefur sér.
Hafir þú einhverjar spurningar þá svörum við fyrirspurnum um skilmála þessa á netfanginu zenon(at)zenon.is

Viðskiptavinir
AK Dreifing er heildsölu og dreifingar deild innan fyrirtækisins Zenon ehf.
Sú deild selur eingöngu til fyrirtækja eða einstaklinga í rekstri. Þegar að viðskiptavinur vill koma í viðskipti til okkar er athugað hvort að kennitalan sé gefin upp hjá fyrirtækjaskrá og sé virk, sé það raunin færð þú meldingu um að viðskipta aðgangur þinn sé samþykktur.
Sé vafi á því hvort að umrædd kennitala sé í rekstri munum við hafa samband við þig og finna lausn á því máli.

Vafrakökur og persónuvernd
akdreifing.is notast við vafrakökur (Cookies) til þess að bæta virkni síðunnar gagnvart þér þar sem slíkt á við. Með því að nota þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum.

Allar upplýsingar sem mögulega eru geymdar um þig eða þína notkun eru með öllu trúnaðarmál og munu aldrei vera afhentar þriðja aðila. 

Skráir þú þig á póstlista þá munu þínar upplýsingar vistast í kerfi þess þjónustuaðila sem við notumst við hverju sinni (Mailchimp) í þar til gerðum lista.
Mailchimp vinnur eftir ströngustu reglum persónuverndarlaga og munu upplýsingar þínar aldrei vera vísvitandi afhentar þriðja aðila af okkur né Mailchimp.

Við notkun á netspjalli eru viðskitpavinir beðnir um að senda okkur nafn, netfang og símanúmer. Þetta er gert til þess að hafa betri yfirsýn yfir viðskiptavini og auðvelda okkur áframhaldandi samskipti við viðskiptavini sé þörf á því.

Persónuverndar stefnu okkar má finna hér: Persónuvernd

Afhendingar á pöntunum
Við afhendum vöruna frítt á Akureyri og gegn vægu gjaldi í nærsveitum Akureyrar.

Utan Akureyrar þá velur viðskiptavinur þann sendingaraðila sem óskað er eftir og greiðir sendingarkostnað til þess fyrirtækis skv. þeirra verðskrá / samning.

Hægt er að sjá nánar um sendingarkostnað hverju sinni hér: Afhending

Verðlagning
Við kappkostum við að hafa verðlagningu okkar í takt við evrópumarkað, það er að segja að vera með samkeppnishæf verð við byrgja í evrópu þegar horft er til flutningskostnaðar og fl. hingað til lands.
Með því náum við að bjóða öllum fyrirtækjum, stórum sem smáum góð verð án þess að vera að stunda afsláttar viðskipti.
Sé um mjög stórar pantanir að ræða er mögulega hægt að semja um smávægilega lækkun á verði.
Verð á vörum getur tekið breytingum án fyrirvara útfrá gengi og innflutnings kostnaði hverju sinni.

Greiðslur
Einungis er í boði að greiða fyrir pantanir með millifærslu eins og er. Aðrir greiðslumöguleikar eru í skoðun, en til þess að halda niðri öllum kostnaði svo við getum boðið uppá bestu mögulegu verðin hverju sinni þá verður millifærsla eina greiðsluleiðin um óákveðinn tíma.

Pantanir
Við bjóðum eins og er ekki uppá verslun þar sem hægt er að koma og skoða og kaupa vörur.
Eingöngu er hægt að panta hjá okkur í gegnum vefverslun okkar, tölvupóst eða síma.

Hætta við pöntun: 
Viljir þú hætta við pöntun sem gerð var í gegnum vefverslun, tölvupóst eða síma þá þarf að hringja í okkur eða senda tölvupóst varðandi það.
Við endurgreiðum pöntunina að fullu ef hún hefur ekki farið úr húsi, en ef varan hefur verið send af stað fæst hún endurgreidd þegar viðskiptavinur hefur sent hana til baka til okkar.
Zenon ehf. áskilur sér rétt til þess að taka gjald fyrir pantanir sem hætt er fyrir til þess að koma til móts við mögulegan kostnað. Ef slíkt á við verður viðskiptavini kynnt það mál hverju sinni.

Skilafrestur: 
Sé óskað eftir því að skila vöru sem pöntuð hefur verið skal slík beiðni berast innan 48 klst, frá því að vara er afhend.

Villur, gallar og önnur ávöxtun vara
Sé vara gölluð skal tilkynna slíkt til okkar um leið og slíkt kemur í ljós. Það er á ábyrgð kaupanda að skoða hvort að varan sé í lagi þegar hún er afhend.

Sé um að ræða framleiðslugalla verður vörunni skipt út fyrir eins vöru eða vöru af sömu gæðum. Sé slíkt ekki hægt verður skrifaður út kreditreikningur og varan endurgreidd.

Hafi vara skemmst í meðhöndlun þriðja aðila, t.d. flutningsaðila, röng vara afhend eða misræmi er á magni þess sem pantað var og þess sem kom þarf að hafa samband við okkur innan 24klst frá afhendingu og slíkt tilkynnt.
Sé ekki gerð athugasemd innan 24 klst frá afhendingu telst pöntunin að fullu afgreidd.


Lokaorð
Við fögnu ábendingum varðandi skilmála þessa og viljum ávalt veita viðskiptavinum okkar bestu mögulegu þjónustuna.
Ef það er eitthvað sem þér finnst vera óskýrt í skilmálum þessum þá skalt þú endilega hafa samband við okkur.

Skilmálar þessir geta tekið breytingum án fyrirvara en ef svo verður mun dagsetning samþykktar skilmála vera rituð hér að neðan

Skilmálar samþykktir 01.02.2019