Skilmálar
Viðskiptaskilmálar
Skilmálar AK Dreifingar er sem hér segir
Við hjá AK Dreifingu (Icevape ehf.) ásetjum okkur það markmið að veita viðskiptavinum okkar persónulega og góða þjónustu.
Hér koma upplýsingar um þá skilmála sem vefverslunin AK Dreifing (www.akdreifing.is) gefur sér.
Hafir þú einhverjar spurningar þá svörum við fyrirspurnum á sala@akdreifing.is
Aldurstakmark
Sumar af þeim vörum sem við seljum í heildsölu eru með ströngu aldurstakmarki í smásölu.
Með því að versla þær vörur af okkur staðfestir viðskiptavinur að hann muni ekki selja þær vörur sem bera aldurstakmark til ungmenna undir aldri sem við á hverju sinni.
Nikótínpúðar og rafrettuvörur bera 18 ára aldurstakmark.
Gerist endursöluaðili brotlegur á þessum tilmælum áskiljum við okkur rétt til þess að slíta viðskiptasambandi umsvifalaust.
Vafrakökur og persónuvernd
akdreifing.is notast við vafrakökur (Cookies) til þess að bæta virkni síðunnar gagnvart þér þar sem slíkt á við. Með því að nota þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum.
Allar upplýsingar sem mögulega eru geymdar um þig eða þína notkun eru með öllu trúnaðarmál og munu aldrei vera afhentar þriðja aðila nema um sé að ræða þjónustuaðila sem þörf er á hverju sinni til þess að veita þá þjónustu og vörur sem sölusamningur á við hverju sinni.
Persónuverndar stefnu okkar má finna hér: Persónuvernd
Afhendingar
Afhendingar á pöntunum fara samkvæmt afhendingar skipulagi hverju sinni.
Afhendingar skipulag má sjá hér: Afhending
Pantanir og greiðslur
Einungis er unnið með millifærslur og greiðsluseðla.
Skipulag um pantanir og greiðslu má sjá hér: Pöntun og greiðsla
Hætta við pöntun - Réttur til að falla frá samning:
Skilafrestur á vörum er 14 dagar frá kaupdegi gegn framvísun á fullnægjandi sönnun fyrir kaupum.
Vörur sem seldar eru innsiglaðar er eingöngu hægt að skila sé innsigli órofið.
Ekki er hægt að taka við vörum þar sem innsigli hefur verið rofið sökum eiginleika á umræddum vörum. Þetta á við um nikótínpúða, rafrettur, tanka, hylki, hitara(coil), hleðslutæki og vökva.
Hér er um að ræða neysluvörur og ómögulegt að segja til um hvort að vara hafi verið notuð eða ekki og hvort hún uppfylli nauðsynlegt öryggi og hreinlæti ef að innsigli hefur verið rofið, en slík skilyrði eru sett í samræmi við undanþágur í e. lið 18 gr. laga nr. 16/2016 með tilliti til lýðheilsusjónarmiða og hreinlætisástæðna.
Óski viðskiptavinur eftir því að falla frá samning greiðir viðskiptavinur fyrir allan sendingarkostnað á endursendingu vöru til okkar.
Viðskiptavinur fær þá endurgreitt fyrir þá vöru sem skilað er á því verði sem hann verslaði hana á.
Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur.
Viðskiptavinur hefur val um með hvaða máta hann skilar vöru til okkar. hvort sem það er í persónu, fær annan aðila til þess að koma vörunni til okkar eða notast við sendingarfyrirtæki að eigin vali.
Vörur sem sendar eru með Íslandspósti skulu ávalt vera sendar beint til okkar (heimkeyrsla) en ekki sendar á pósthús.
Endurgreiðsla er ekki framkvæmd fyrr en vara hefur skilað sér til okkar og staðfest hefur verið að hún uppfylli öll skilyrði varðandi vöruskil.
Óski viðskiptavinur eftir inneignarnótu í stað endurgreiðslu, eða skiptum á annari vöru, verður slíkt auðvitað afgreitt eftir bestu getu hverju sinni.
Villur, gallar og önnur ávöxtun vara
1. Tönkum færst einungis skilað / skipt séu þeir ónotaðir í upprunalegum pakkningum gegn framvísun kassakvittunar.
Þar sem eðli tanka er mjög mismunandi og ekki er hægt að vita hvaða rafhlöðu, kraft eða vökva viðskiptavinir eru að nota hverju sinni er ekki hægt að bera ábyrgð á því hversu lengi einn tankur mun endast hverju og einum. Einnig er ekki hægt að ábyrgjast það að tankur henti viðkomandi einstakling þar sem vape stíll einstaklinga er mismunandi og því getur tankur t.d. lekið hjá einum notanda en ekki öðrum, coil geta enst stutt hjá einum en lengi hjá öðrum.
Engin ábyrgð er á tönkum en við gerum allt sem við getum til þess að hjálpa þér að finna út hvað veldur vandamálum sem kunnu að koma með tank sem þú kaupir hjá okkur.
2. Komi í ljós galli í vöru sem rekja má til framleiðslugalla er um að ræða lögbundna tveggja ára ábyrgð á raftækjum, en sökum eðlis rafrettna þá eru þær framleiddar með lágmarks endingartíma upp á þrjá mánuði til viðmiðunar. Ábyrgð nær ekki til bilana sem framleiðanda eða seljanda verður ekki um kennt, svo sem bilana sem stafa af flutningi, rangri meðferð eða misnotkun, slæmu viðhaldi, slysni eða óhöppum, náttúruhamförum, truflunum á rafkerfum, röngum hleðsluaðferðum, höggum eða rakaskemmdum.
Réttur kaupanda til bóta er skv. lögum um neytendakaup nr. 48 / 2003.
Ath. að ef um fyrirtæki er að ræða eiga við lög um lausafjárkaup nr. 50 / 2000
Skilyrði fyrir ábyrgðinni eru almenns eðlis, svo sem að galli sé tilkynntur strax og hans kann að verða vart og að ekki hafi verið átt við tækið af aðilum óviðkomandi seljanda, nema í samráði við hann.
Ef söluhlutur er gallaður ber neytanda að tilkynna seljanda um að hann muni bera gallann fyrir sig án ástæðulauss dráttar frá því að hann varð galla var eða mátti verða hans var. Frestur neytenda til að leggja fram kvörtun er aldrei styttri en tveir mánuðir frá því að hann varð galla var.
Coil (brennarar/hitarar) falla ekki undir ábyrgð enda eru þau þess eðlis að þau endast að hámarki 2 vikur frá upphafi notkunar, en geta enst allt niður í nokkrar klukkustundir þó sjaldgæft sé. Endingin er mjög mismunandi og fer hún eftir notkun, hve sætir/súrir vökvar eru, notkunartækni neytenda, undirbúning á coili (að það blotni nóg fyrir fyrstu notkun) og þessháttar. Af þeim ástæðum er augljóslega ekki hægt að ábyrgjast þessar vörur sökum eðlis þeirra að ekki er hægt að sanna að hún hafi verið gölluð við afhendingu.
Ef viðskiptavinur telur vöru gallaða þurfum við að fá hana í hendurnar til skoðunar, hvort sem það er afhent í verslun eða sent til okkar, Reynist vara ekki gölluð við skoðun hjá okkur þá er vara endursend á kostnað viðskiptavinar.
Ekki skal senda vöru til okkar án þess að hafa samband við okkur fyrst!
Ódýrari batterí geta verið keyrð út eftir 90 daga í stöðugri notkun og hleðslu. Hleðslubatterí hafa ekki endalausta getu og rýrna með tímanum. Teljir þú vöruna gallaða frekar en útkeyrða þá getur þú sent hana til okkar og við förum yfir hana og metum hvort um sé að ræða galla eða notkun.
Til að skila til okkar vöru þarf að senda hana til okkar vel innpakkaðri í A pósti á þinn kostnað. Einnig þarf að útvega upprunalega kvittun, kennitölu, fullt nafn og símanúmer. Mjög mikilvægt er að hafa kassan utan af vörunni með, bæði kassa og pakkningu utan um kassann ef á við, t.d. ef vara er með pappa húð utanum kassann með mynd og upplýsingum um græju.
Upplýsingar skulu fylgja með sem útskýra hver ástæða endursendingar er.
Við berum ekki ábyrgð á glötuðum sendingum sem verið er að senda til okkar.
VIðskiptavinur greiðir kostnað á sendingum á vörum til okkar en reynist gallinn flokkast undir ábyrgðargalla verður sendingarkostnaðurinn endurgreiddur.
Reynist vara ekki gölluð sendum við vöruna til baka á kostnað viðskiptavinar.
Viðskiptavinnir sem reyna að skila klónuðum vörum, þ.e vörum sem eru eftirlíkingar eða vörum sem ekki eru keyptar hjá okkur og ekki gerðar af framleiðendum sem við styðjum og seljum frá, munu fá vöruna endursenda til sín á eigin kostnað, og þeir viðskiptavinir munu ekki lengur fá að versla við okkur á vefsíðu okkar né í verslun og málið meðhöndlað sem vörusvik samkvæmt lögum.
Ágreiningsmál
Komi upp ágreiningur milli seljanda og kaupanda getur kaupandi óskað eftir því að málið verði tekið til skoðunar hjá þriðja aðila, svonefndum útskurðaraðila.
Kaupandi þarf að óska eftir því beint til Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa sem tekur málið fyrir.
Útskurðaraðili
Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa
www.kvth.is
Borgartún 21
105 Reykjavík
Annað
Við fögnu ábendingum varðandi skilmála þessa og viljum ávalt veita viðskiptavinum okkar bestu mögulegu þjónustuna.
Ef það er eitthvað sem þér finnst vera ósanngjarnt eða óskýrt í skilmálum þessum þá skalt þú endilega hafa samband við okkur.
Skilmálar þessir geta tekið breytingum án fyrirvara.