Pöntun og greiðsla

PANTANIR

Til boða stendur að panta vörur beint af heimasíðunni okkar.
Til þess þarf að byrja á því að búa til aðgang og bíða þess að hann verði samþykktur. 
Nýjir aðgangar eru aðeins samþykktir frá fyrirtækjum og einstaklingum í rekstri.
Við virkjum nýja aðganga eins hratt og við mögulega getum hverju sinni, hvort sem það er á opnunartíma eða utan opnunartíma.

Þegar þú pantar í gegnum vefverslun fer sú pöntun til okkar og við skrifum út reikning fyrir þig fyrir þeim vörum sem til eru á lager hverju sinni.
Ekki er hægt að ábyrgjast það að allar vörur séu til á lager í vefverslun þar sem lagerstaða uppfærist ekki í rauntíma eins og er.
Að þeim sökum er mikilvægt að bíða með greiðslu þar til reikningur hefur verið sendur til þín úr bókhaldskerfi okkar.
Þegar að þú hefur fengið sölureikning sendann þýðir það að við höfum farið yfir allt, tekið til pöntunina og sett á reikninginn eingöngu það sem til er á lager.

Vinsamlegast athugið að sjálfvirkur tölvupóstur frá vefverslun er ekki sölureikningur. Sölureikningur kemur síðar í PDF formati í tölvupósti

Einnig er í boði að panta í tölvupósti á sala@akdreifing.is sem og með símtali á virkum dögum frá 9:00-15:30 í símanúmerið 419-2300


Greiðsla

Þegar þú gengur frá pöntun í vefverslun er mikilvægt að greiða ekki strax, heldur bíða eftir sölureikning sem við sendum eftir að hafa tekið saman pöntunina og gengið úr skugga um að allt sé til á lager!
Í greiðsluferli í vefverslun er eingöngu í boði greiðslumátinn "Millifærsla" en hafi viðskiptavinur samið um að fá greiðsluseðil sendann sér sölukerfið okkar um það.

Millifærsla
Fyrstu pantanirnar hjá nýjum viðskiptavinum þarf að greiða fyrir með millifærslu. 
Millifærslu upplýsingar koma fram á sölureikningum frá okkur þegar búið er að taka saman pöntun og skrifa út sölureikning.


Greiðsluseðill í heimabanka
Eftir að reynsla er komin á viðskiptasamband okkar stendur viðskiptavinum til boða að óska eftir að fá greiðsluseðil með 3-7 daga greiðslufresti.